Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 17. janúar 2023 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Goncalo Guedes virðist vera á förum frá Wolves
Mynd: EPA

Wolves keypti portúgalska framherjann Goncalo Guedes frá Valencia fyrir tæpar 30 milljónir punda síðasta sumar en hann hefur ekki fundið taktinn í enska boltanum.


Guedes er fjölhæfur leikmaður. Hann er vinstri kantmaður að upplagi en getur einnig leikið á hægri kanti eða sem fremsti sóknarmaður. Hjá Úlfunum spilar hann úti á vinstri kanti en hefur aðeins tekist að skora tvö mörk og gefa eina stoðsendingu í tæpum 20 leikjum á tímabilinu.

Julen Lopetegui tók við Wolves í nóvember og virðist ekki vera sérlega hrifinn af Guedes. Hann var ekki í leikmannahópinum í 1-0 sigri gegn West Ham um helgina og var Lopetegui spurður út í fjarveru Guedes, hvort hann væri að glíma við meiðsli.

„Nei, þetta var taktísk ákvörðun að taka hann ekki með," svaraði Lopetegui sem var svo spurður hvort það mætti búast við að Guedes yfirgæfi félagið í janúar. „Það er aldrei að vita hvað gerist í fótboltaheiminum."



Athugasemdir
banner
banner
banner