Dortmund vill Rashford - City að bjóða í Cambiaso - West Ham og Tottenham hafa áhuga á Ansu Fati
   fös 17. janúar 2025 22:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Hákon skoraði í endurkomusigri Lille
Mynd: Getty Images

Lille vann endurkomusigur gegn Nice í toppbaráttuslag í frönsku deildinni í kvöld.


Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliðinu en liðið var marki undir í hálfleik. Hákon skoraði og jafnaði metin strax í upphafi seinni hálfleiks og Bafode Diiakite kom liðinu yfir eftir rúmlega klukkutíma leik og það reyndist sigurmarkið. Leikurinn var sýndur á Livey en hægt er að sjá markið hans hér fyrir neðan.

Lille er komið upp í 3. sæti með 32 stig eftir 18 umferðir, tveimur stigum á undan Nice sem er í 5. sæti

Andri Lucas Guðjohnsen spilaði 70 mínútur þegar Gent gerði 1-1 jafntefli gegn Charleroi í belgísku deildinni. Gent er í 6. sæti með 32 stig eftir 22 umferðir.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Valgeir Lunddal Friðriksson voru í byrjunarliði Dusseldorf þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Darmstadt í næst efstu deild í Þýskalandi. Dusseldorf komst í 2-0 en Darmstadt jafnaði metin með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla. Dusseldorf er í 8. sæti með 27 stig eftir 18 umferðir.

Helgi Fróði Ingason var tekinn af velli þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma þegar Helmond tapaði 3-1 gegn Den Haag í næst efstu deild í Hollandi. Helmond er í 10. sæti með 31 stig eftir 21 umferð.


Athugasemdir
banner
banner