Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 17. febrúar 2020 19:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Carragher: Átti að henda City út núna eða bíða fram á sumar
Mynd: Getty Images
„Hvað ef Manchester City vinnur keppnina á þessari leiktíð? Það væri verið að gera grín að keppninni," sagði Jamie Carragher, sérfræðingur hjá Sky Sports fyrir leik Chelsea og Manchester United í kvöld.

Rætt var um bannið sem City var dæmt í frá Meistaradeildinni og hvað myndi gerast ef City lyftir bikarnum í vor. City var á föstudag dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni.

„Ég held að þeir séu enn gíraðari núna að vinna keppnina í vor. Ég skil ekki af hverju City er í keppninni núna. Ég segi þetta frá sjónarhorni UEFA. Þeir eru líklegasta liðið til að vinna keppnina samkvæmt veðbönkum."

„UEFA virkilega vonast til þess að Real Madrid slái City út. Getið þið ímyndað ykkur einhvern frá UEFA rétta einhverjum hjá City bikarinn í Istanbul? Fyrsta spurningin sem Guardiola fengi eftir leik væri hvort þetta væri raunverulegur sigur,"
sagði Carragher.

„UEFA átti að taka City úr keppninni núna eða geyma þennan dóm þangað til í sumar. City mun áfrýja málinu áfram og seinka dómnum eins og hægt er," Umræðuna má heyra í heild sinni hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner