Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 17. febrúar 2020 11:38
Elvar Geir Magnússon
Guardiola ætlar að vera áfram hjá City
Pep Guardiola, stjóri City.
Pep Guardiola, stjóri City.
Mynd: Getty Images
BBC greinir frá því að Pep Guardiola hafi sagt vinum sínum frá því að hann ætli að vera áfram hjá félaginu, þrátt fyrir tveggja ára bannið frá Meistaradeildinni.

Guardiola er samningsbundinn til 2021 en samningurinn er með ákvæði um endurskoðun eftir þetta tímabil.

Manchester City hefur þegar tilkynnt að banninu verði áfrýjað til CAS íþróttadómstólsins.

Vangaveltur hafa verið í gangi um að Guardiola láti af störfum í sumar en samkvæmt BBC hyggst hann ekki gera það. Hann ætlar að halda tryggð við félagið.

Manchester City og West Ham mætast á miðvikudaginn en það verða ekki fréttamannafundir fyrir leikinn. Guardiola mun því væntanlega tjá sig í fyrsta sinn opinberlega um dóminn eftir þann leik.

UEFA hefur dæmt Manchester City í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum og til að greiða 30 milljónir evra í sekt. Ekki er enn vitað hvernig enska knattspyrnusambandið mun bregðast við en City var dæmt fyrir alvarleg brot á reglum um fjármál.
Athugasemdir
banner
banner
banner