Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 17. febrúar 2021 19:27
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Everton og Man City: Gylfi með bandið
Gylfi Þór Sigurðsson heldur byrjunarliðssæti sínu í liði Everton sem mætir toppliði Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Gylfi Þór er með fyrirliðabandið hjá Everton og heldur sætinu sínu í fjarveru kólumbíska snillingsins James Rodriguez, sem byrjaði síðasta leik. James byrjar á bekknum í kvöld og heldur Gylfi honum því úr liðinu.

Carlo Ancelotti gerir fjórar breytingar á liðinu sem tapaði óvænt heimaleik gegn Fulham um helgina þar sem Jordan Pickford kemur aftur í markið á meðan Yerry Mina og Michael Keane detta inn í varnarlínuna. Alex Iwobi tekur sæti James í byrjunarliðinu.

Pep Guardiola gerir þrjár breytingar á liðinu sem fór illa með Tottenham um helgina. Hetjan Ilkay Gündogan dettur úr liðinu ásamt John Stones og Oleksandr Zinchenko.

Ruben Dias, Riyad Mahrez og Kyle Walker koma inn í liðið í staðinn.

Everton: Pickford, Godfrey, Holgate, Mina, Keane, Digne, Davies, Doucoure, Sigurdsson, Iwobi, Richarlison.
Varamenn: Olsen, Delph, King, Nkounkou, Rodriguez, Bernard, Gomes, Coleman, Onyango.

Man City: Ederson, Walker, Dias, Laporte, Cancelo, Rodrigo, Mahrez, Bernardo, Foden, Sterling, Jesus
Varamenn: Steffen, Stones, Aguero, Zinchenko, De Bruyne, Torres, Mendy, Fernandinho, Garcia
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner