Chelsea ætlar sér að vinna baráttuna um Guehi - Liverpool og Man City á eftir Frimpong - Tveir orðaðir við Arsenal - Al-Ahli gæti gert Vinicius að...
   mán 17. febrúar 2025 22:06
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Umdeild atvik þegar Barcelona skaust á toppinn
Robert Lewandowski tryggði liðinu sigurinn
Robert Lewandowski tryggði liðinu sigurinn
Mynd: EPA
Barcelona 1 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Robert Lewandowski ('28 , víti)

Barcelona er komið á toppinn eftir sigur á Rayo Vallecano í spænsku deildinni í kvöld.

Barcelona fékk vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik þegar Abdul Mumin reif Inigo Martinez niður í teignum. Svipað atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks þegar Martinez reif Mumin niður í teig Barcelona en ekkert var dæmt.

Rétt fyrir það hafði Jorge de Frutos, sóknarmaður Vallecano, komið boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. De Frutos var hins vegar ekki í rangstöðu en það var dæmt á Randy Nteka sem kom í veg fyrir að Martinez gæti varist De Frutos.

Seinni hálfleikur var tíðindalítill, naumur sigur Barcelona í höfn sem tillir sér á toppinn.

Sjáðu markið hér




Athugasemdir
banner
banner
banner