Barcelona 1 - 0 Rayo Vallecano
1-0 Robert Lewandowski ('28 , víti)
1-0 Robert Lewandowski ('28 , víti)
Barcelona er komið á toppinn eftir sigur á Rayo Vallecano í spænsku deildinni í kvöld.
Barcelona fékk vítaspyrnu eftir tæplega hálftíma leik þegar Abdul Mumin reif Inigo Martinez niður í teignum. Svipað atvik átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks þegar Martinez reif Mumin niður í teig Barcelona en ekkert var dæmt.
Rétt fyrir það hafði Jorge de Frutos, sóknarmaður Vallecano, komið boltanum í netið en markið dæmt af vegna rangstöðu. De Frutos var hins vegar ekki í rangstöðu en það var dæmt á Randy Nteka sem kom í veg fyrir að Martinez gæti varist De Frutos.
Seinni hálfleikur var tíðindalítill, naumur sigur Barcelona í höfn sem tillir sér á toppinn.
Sjáðu markið hér
???? - It looks like Nketa blocks Inigo Martínez which is the reason why Rayo Vallecano's goal DID NOT STAND! pic.twitter.com/C3f41Bey3Y
— TheEuropeanLad (@TheEuropeanLad) February 17, 2025
Este no es penal pero el que le hicieron a Iñigo Martínez del Barcelona si es.
— MT2 (@madrid_total2) February 17, 2025
???????????????????????????????????????? pic.twitter.com/G10RylZeuf
Athugasemdir