Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 17. mars 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Barnet þarf að segja upp starfsfólki sínu
Mynd: Getty Images
Knattspyrnufélagið Barnet, sem er í fimmtu efstu deild Englands, hefur þurft að segja upp 60 starfsmönnum.

Kórónuveiran er að hafa mikil áhrif á fótbolta og hefur hlé verið gert í öllum deildum Englands. Í rauninni hefur hlé verið gert á flestum deildum á meðan staðan er eins og hún er.

Þetta hefur mikil fjárhagsleg áhrif á flest knattspyrnufélög sem treysta á að fá fólk á völlinn.

Tony Kleanthous, stjórnarformaður Barnet, hitti starfsmenn félagsins í dag og tilkynnti þeim að ekki væri að hafa þau lengur í starfi. Í tilkynningu frá Barnet segir að félagið sé að tapa 100 þúsund pundum á mánuði og að frekari áskoranir séu fyrir stafni að sökum kórónuveirunnar.

Þjálfarinn Darren Currie er á meðal þeirra sem var sagt upp, en hann er með ákvæði í samningi sínum um að hann muni halda áfram að stýra liðinu ef að tímabilið heldur áfram.

Síðasta laugardag var talað um fjárhagslegar áhyggjur í fótboltanum í útvarpsþættinum Fótbolta.net vegna þeirrar stöðu sem hefur myndast. Björn Berg Gunnarsson, fræðslustjóri Íslandsbanka og fótboltaáhugamaður, var gestur þáttarins og hér að neðan má hlusta á hann.
Útvarpsþátturinn - Fjárhagsáhyggjur í fótboltaheiminum
Athugasemdir
banner
banner
banner