Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 17. mars 2021 14:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heyrðu í Gylfa í fyrradag - Í toppstandi
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, besti leikmaður Íslands, er í toppstandi fyrir komandi landsliðsverkefni.

Gylfi var á bekknum í síðasta leik Everton og kom ekkert við sögu, en hann missti af æfingum í síðustu viku vegna meiðsla.

Landsliðshópurinn fyrir fyrstu þrjá leikina í undankeppni HM var tilkynntur í dag og Gylfi var þar á meðal, en Arnar var spurður út í stöðuna á honum á fjarfundi með fréttamönnum.

„Hann var á bekknum um síðustu helgi. Ég held að við höfum talað við Gylfa í fyrradag síðast og þá var hann í toppstandi," sagði Arnar.

„Hann fékk högg á ökklann held ég. Það var ekkert alvarlegt, sem betur fer."

Leikir Íslands í mars

Þýskaland - Ísland fimmtudaginn 25. mars á Schauinsland-Reisen Arena í Duisburg og hefst leikurinn kl. 19:45.

Armenía - Ísland sunnudaginn 28. mars á Vazgen Sargsyan Republican Stadium í Yerevan og hefst leikurinn kl. 16:00.

Liechtenstein - Ísland miðvikudaginn 31. mars á Rheinpark og hefst leikurinn kl. 18:45.
Athugasemdir
banner
banner
banner