Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 17. mars 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðmundur Stephensen spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Guðmundur varð Íslandsmeistari í borðtennis á dögunum.
Guðmundur varð Íslandsmeistari í borðtennis á dögunum.
Mynd: Borðtennissamband Íslands
Verður Ollie Watkins á skotskónum?
Verður Ollie Watkins á skotskónum?
Mynd: Getty Images
Saka og Ödegaard.
Saka og Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Adam Lallana er of góður fyrir Grimsby.
Adam Lallana er of góður fyrir Grimsby.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford er sjóðandi heitur.
Marcus Rashford er sjóðandi heitur.
Mynd: EPA
Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var með þrjá rétta þegar hann spáði í leiki helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Ekki merkilegur árangur hjá Djuric.

Núna er röðin komin að besta borðtennisleikmanni Íslandssögunnar, Guðmundi Stephensen. Hann sneri aftur á Íslandsmótið á dögunum eftir tíu ára fjarveru og sýndi að hann hefur engu gleymt. Hann lék á als oddi og vann öruggan sigur. Þetta var 21. titill Guðmundar í einliðaleik.

Guðmundur spáir í leiki helgarinnar í enska boltanum en það er bæði spilað í deild og bikar um helgina. Hans menn í Liverpool eru þó komnir í frí.

Nottingham Forest 1 - 1 Newcastle (20:00 í kvöld)
Ég vona að Nottingham Forest vinni en hef enga trú á því, set jafntefli. Newcastle vaða í færum en ná ekki að landa sigrinum.

Aston Villa 2 - 1 Bournemouth (15:00 á morgun)
Bournemouth toppuðu sig seinustu helgi og unnu mína menn, þeir hafa ekki orku í þennan leik. Ollie skorar bæði.

Brentford 0 - 3 Leicester (15:00 á morgun)
Brentford hafa verið stöðugir en ég hef trú á Leicester og þeir springa út í þessum leik. Einfalt að segja að Vardy skori.

Southampton 1 - 1 Tottenham (15:00 á morgun)
Held með Southampton þar sem ég er Liverpool maður og Tottenham í mikilli baráttu um fjórða sætið. Verð því að setja böl á Tottenham í þessum leik. Verður mjög erfitt jafntefli fyrir heimamenn. Líklegt að rauða komi upp.

Wolves 2 - 0 Leeds (15:00 á morgun)
Alltaf verið hrifinn af Úlfunum. Traore er sjóðandi á kantinum og setur tvö. Sorrý Leeds.

Chelsea 1 - 0 Everton (17:30 á morgun)
Ég var búinn að setja auðveldan sigur á Chelsea, en ég ákvað að taka Google rannsókn og sá að Chelsea er að glíma við mikil meiðsli. Þeir vinna samt því Everton hefur bara ekkert getað síðan Gylfi datt út. Verður erfiður baráttusigur.

Arsenal 4 - 0 Crystal Palace (14:00 á sunnudag)
Skyldusigur hjá verðandi meisturunum. Ödegard, Saka og Jesus líklegir.

Enski bikarinn

Man City 5 - 1 Burnley (17:45 á laugardag)
Auðveldur sigur heimamanna, of mikill getumunur. Ætli Norðmaðurinn setji ekki enn eina þrennuna? okkar maður Jóhann Berg, sem á að vera í úrvalsdeildinni, setur að sjálfsögðu eitt.

Brighton 2 - 0 Grimsby (14:15 á sunnudag)
Úrvalsdeildin sigrar neðri deildarliðið. Lallana er of góður fyrir Grimsby. Einfalt.

Man Utd 3 - 0 Fulham (16:30 á sunnudag)
Eins mikið og mig langar að setja Fulham sigur á þennan þá hef ég enga trú á því. Man Utd vinna þetta öruggt, Rashford tvö. Takk og bless.

Fyrri spámenn:
Teddi Ponza - 8 réttir
Aron Mímir - 7 réttir
Nökkvi Þeyr Þórisson - 7 réttir
Katrín Jakobsdóttir - 6 réttir
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - 6 réttir
Óskar Smári - 6 réttir
Tómas Þór - 6 réttir
Atli Hrafn - 5 réttir
Hjálmar Stefánsson - 5 réttir
Jón Axel - 5 réttir
Arnar Daði - 5 réttir
Magnús Valur - 5 réttir
Logi Geirsson - 4 réttir
Albert Hafsteins - 4 réttir
Adam Ægir Pálsson - 4 réttir
Magnús Kjartan - 4 réttir
Höskuldur Gunnlaugs - 4 réttir
Ingimar Helgi Finnsson - 4 réttir
Danijel Dejan Djuric - 3 réttir
Arna Sif - 3 réttir
Viðar Hafsteins - 3 réttir
Albert Hafsteins (2) - 3 réttir
Siggi Gunnars (3 réttir)
Oliver Heiðarsson - 1 réttir
Enski boltinn - Lengi verið eitrað andrúmsloft á Goodison
Athugasemdir
banner
banner