Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   mán 17. mars 2025 17:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorleifur æfði með Blikum í Portúgal
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik er í æfingaferð á Portúgal þessa stundina en Íslandsmeistararnir eru að undirbúa sig fyirir komandi átök í sumar.

Íslandsmótið byrjar eftir tæpar þrjár vikur og mætir Breiðablik nýliðum Aftureldingar í fyrstu umferð á heimavelli þann 5. apríl.

Blikar hafa verið duglegir að sýna frá æfingaferðinni á samfélagsmiðlum og var í dag birt myndband af æfingu liðsins á sjöunda degi ferðarinnar.

Á æfingunni var Þorleifur Úlfarsson sem er félagslaus sem stendur.

Þorleifur er framherji sem glímt hefur við erfið meiðsli síðustu misseri.

Hann er 24 ára og er uppalinn Bliki.

Sem atvinnumaður hefur hann spilað með Houston Dynamo og Debrecen.






Athugasemdir
banner
banner
banner