City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 25. febrúar 2025 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þorleifur án félags - Byrjar að æfa á næstu vikum
Í leik með U21 landsliðinu á sínum tíma.
Í leik með U21 landsliðinu á sínum tíma.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorleifur Úlfarsson er að snúa til baka eftir meiðsli en síðasta árið hefur verið ansi erfitt vegna meiðsla. Framherjinn er búinn að rifta samningi sínum við Debrecen í Ungverjalandi og er í dag án félags.

Hann getur samið við öll félög þar sem félagaskiptagluggarnir voru opnir þann 14. febrúar en þá náðist samkomulag um riftun á samningi.

Líkur eru á að Þorleifur, sem er 24 ára, komi heim til Íslands en það eru aðrir gluggar opnir fyrir hann, eins og t.d. norski og sænski glugginn og sá bandaríski.

Þorleifur þekkir vel til í Bandaríkjunum því hann hóf atvinnumannaferil sinn hjá Houston Dynamo í MLS-deildinni árið 2022.

Hann er uppalinn hjá Breiðabliki, sem er í framherjaleit, og verður fróðlegt að sjá hvort hann dúkki þar upp á æfingu.

í stuttu samtali við Fótbolta.net segir Þorleifur að hann sé að nálgast 100% heilsu og stefnan sé að byrja að æfa fótbolta á fullu á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner