Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Að spila með þetta útsýni og klettinn fyrir aftan sig er alveg magnað"
Spilað á Þórsvelli í dag.
Spilað á Þórsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - DGM
Af Hásteinsvelli, sem er rétt við Þórsvöll.
Af Hásteinsvelli, sem er rétt við Þórsvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik liðanna á dögunum.
Úr leik liðanna á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar heimsækja Vestmannaeyjar í dag og mæta þar ÍBV á Þórsvelli í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðin eru tiltölulega nýbúin að mætast því þau mættust í 1. umferð Bestu deildarinnar fyrir tíu dögum síðan þar sem Víkingur vann 2-0 sigur.

Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net ásamt því að vera sýndur á RÚV.

Fótbolti.net ræddi við þjálfara Víkings, Sölva Geir Ottesen, í gær og var hann spurður út í komandi leik.

Bikarævintýri Víkings hófst í Eyjum er það ekki, með endurkomunni 2019?

„Við áttum KA þarna á undan, unnum þá í vítakeppni. Síðan fórum við til Eyja og vorum 2-0 undir í hálfleik, snúum dæminu við þar og vinnum 2-3. Við eigum því mjög góðar minningar úr bikarkeppninni í Eyjum."

„Ævintýrið kannski hófst ekki þar, en það var virkilega stór og mikilvægur sigur í upphafi á okkar bikar'rönni',"
sagði Sölvi. Víkingur varð bikarmeistari 2019, 2021, 2022, 2023 og fór í bikarúrslit 2024. Bikarkeppnin 2020 var ekki kláruð.

„Ég ætla vona að við fáum bara gúmmíbátinn aftur til Eyja, að við fáum að fara á honum, því það var helvíti gaman," sagði Sölvi á léttu nótunum.

„Það er alltaf gaman að koma til Eyja, hrikalega falleg eyja; náttúruperla sem tekur við manni. Að spila með þetta útsýni og klettinn fyrir aftan sig, þetta er alveg magnað. Við erum bara spenntir og við hlökkum til," sagði Sölvi.
Athugasemdir
banner
banner
banner