Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   fim 17. apríl 2025 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Að spila með þetta útsýni og klettinn fyrir aftan sig er alveg magnað"
Spilað á Þórsvelli í dag.
Spilað á Þórsvelli í dag.
Mynd: Fótbolti.net - DGM
Af Hásteinsvelli, sem er rétt við Þórsvöll.
Af Hásteinsvelli, sem er rétt við Þórsvöll.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik liðanna á dögunum.
Úr leik liðanna á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar heimsækja Vestmannaeyjar í dag og mæta þar ÍBV á Þórsvelli í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Liðin eru tiltölulega nýbúin að mætast því þau mættust í 1. umferð Bestu deildarinnar fyrir tíu dögum síðan þar sem Víkingur vann 2-0 sigur.

Leikurinn í dag hefst klukkan 16:00 og verður í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net ásamt því að vera sýndur á RÚV.

Fótbolti.net ræddi við þjálfara Víkings, Sölva Geir Ottesen, í gær og var hann spurður út í komandi leik.

Bikarævintýri Víkings hófst í Eyjum er það ekki, með endurkomunni 2019?

„Við áttum KA þarna á undan, unnum þá í vítakeppni. Síðan fórum við til Eyja og vorum 2-0 undir í hálfleik, snúum dæminu við þar og vinnum 2-3. Við eigum því mjög góðar minningar úr bikarkeppninni í Eyjum."

„Ævintýrið kannski hófst ekki þar, en það var virkilega stór og mikilvægur sigur í upphafi á okkar bikar'rönni',"
sagði Sölvi. Víkingur varð bikarmeistari 2019, 2021, 2022, 2023 og fór í bikarúrslit 2024. Bikarkeppnin 2020 var ekki kláruð.

„Ég ætla vona að við fáum bara gúmmíbátinn aftur til Eyja, að við fáum að fara á honum, því það var helvíti gaman," sagði Sölvi á léttu nótunum.

„Það er alltaf gaman að koma til Eyja, hrikalega falleg eyja; náttúruperla sem tekur við manni. Að spila með þetta útsýni og klettinn fyrir aftan sig, þetta er alveg magnað. Við erum bara spenntir og við hlökkum til," sagði Sölvi.
Athugasemdir