Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
   fim 17. apríl 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin í dag - Man Utd og Tottenham þurfa sigra
Mynd: EPA
Seinni leikirnir í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar fara fram í kvöld.

Man Utd var með unninn leik í höndunum áður en Rayan Cherki jafnaði metin fyrir Lyon í uppbótatíma í fyrri leiknum. Liðin mætast á Old Trafford í kvöld og United þarf á sigri að halda.

Tottenham er einnig í jafnri stöðu fyrir útileik gegn Frankfurt í kvöld. Ljóst er að tímabilið hjá United og Tottenham er búið að vera mikil vonbrigði en bæði lið ætla sér sigur í þessari keppni.

Þá vann Bodö/Glimt frábæran sigur á Lazio í Noregi í fyrri leiknum en Rangers og Bilbao gerðu markalaust jafntefli í Skotlandi.

Evrópudeildin
19:00 Lazio - Bodo-Glimt (0-2)
19:00 Eintracht Frankfurt - Tottenham (1-1)
19:00 Athletic - Rangers (0-0)
19:00 Man Utd - Lyon (2-2)

Athugasemdir
banner