Josip Stanisic, leikmaður Bayern, var ekki vinsæll meðal leikmanna og þjálfara Inter í leik liðanna í seinni leiknum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Leiknum lauk með 2-2 jafntefli en Inter vann fyrri leikinn og fór því áfram.
Bayern var að leita að marki undir lok leiksins, þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma fékk Bayern innkast. Boltastrákurinn á vellinum var með boltann og kastaði honum frá sér.
Stanisic var ekki hrifinn af því og hrinti honum af kolli sem hann sat á. Leikmenn og þjálfarar Inter brugðust illa við þessu og hlupu í áttina að Stanisic. Þessu lauk með því að Marko Arnautovic fékk áminningu en Stanisic slapp alveg.
Josip Stanisic pushed the ball boy off his stool after he tossed the ball away from the defender at the end of Bayern's loss to Inter ???? pic.twitter.com/Osr1ke9e0S
— ESPN FC (@ESPNFC) April 16, 2025
Athugasemdir