Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 17. maí 2020 14:53
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Haaland með skemmtilega viðtalstækni
Norska ungstirnið Erling Braut Haaland hefur verið að gera frábæra hluti undanfarið ár, fyrst með RB Salzburg og nú með Borussia Dortmund.

Haaland var snöggur að skjótast upp á stjörnuhimininn en það er rétt rúmlega eitt ár liðið síðan hann var á mála hjá Molde í Noregi.

Persónuleiki Haaland hefur vakið athygli fjölmiðla og kemur líklega best í ljós þegar skoðuð eru sjónvarpsviðtöl sem hafa verið tekin við hann undanfarið ár.

Haaland er ekki mikið að tala í kringum spurningar, heldur svarar hann spurningum fréttamanna á einfaldan hátt og bíður svo eftir næstu spurningu.


Athugasemdir
banner