Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 17. maí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Selma Sól sneri til baka eftir löng meiðsli
Selma Sól Magnúsdóttir.
Selma Sól Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selma Sól Magnúsdóttir sneri aftur á fótboltavöllinn um helgina eftir langvarandi meiðsli.

Selma sleit fremra krossband í stórleik gegn Val í september 2019, en á þeim tíma var hún lykilmaður í liði Breiðablik og komin í íslenska landsliðið.

Hún spilaði ekkert í fyrra en er komin aftur inn á fótboltavöllinn. Hún kom inn á sem varamaður á 82. mínútu þegar Breiðablik vann sigur á Þór/KA um helgina.

Þetta er mikið gleðiefni fyrir Breiðablik og Selmu enda eru meiðsli aldrei skemmtileg.

Hin 23 ára gamla Selma á 14 A-landsleiki að baki.
Athugasemdir
banner
banner