Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 17. júní 2021 16:40
Ívan Guðjón Baldursson
Maguire segist vera klár í slaginn
Mynd: EPA
Harry Maguire fyrirliði Manchester United segist vera búinn að ná sér eftir meiðsli á ökkla í úrvalsdeildarleik gegn Aston Villa fyrir rétt rúmum mánuði síðan.

Maguire er byrjunarliðsmaður í enska landsliðinu og verður áhugavert að sjá hvort hann byrji næsta leik Englendinga sem er gegn nágrönnunum frá Skotlandi á morgun.

John Stones fékk högg í sigri Englendinga gegn Króatíu en það er ekki alvarlegt. Þá var Tyrone Mings með honum í hjarta varnarinnar.

„Mér líður vel, ég er búinn að vera að æfa vel. Það voru mikil vonbrigði að lenda í þessum meiðsli en mér líður vel núna. Ég þrái að byrja leikinn á föstudaginn. Þetta er stórleikur og ég er klár," sagði Maguire.

„Núna snýst þetta um sjálfstraust, ég þarf að spila keppnisleiki til að auka sjálfstraustið."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner