Í kvöld var greint frá því að FH væru búið að láta þjálfarana Ólaf Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson taka pokann sinn.
FH gerði í kvöld jafntefli við Leikni í kvöld þar sem Leiknismenn jöfnuðu í uppbótartíma. Árangurinn er alls ekki búinn að vera nægilega góður og situr FH í níunda sæti með átta stig.
FH gerði í kvöld jafntefli við Leikni í kvöld þar sem Leiknismenn jöfnuðu í uppbótartíma. Árangurinn er alls ekki búinn að vera nægilega góður og situr FH í níunda sæti með átta stig.
Lestu um leikinn: FH 2 - 2 Leiknir R.
Ólafur er einn sigursælasti þjálfari í sögu Íslandsmótsins og náði hann frábærum árangri með FH frá 2003 til 2007. Þá stýrði hann liðinu þrisvar til Íslandsmeistaratitils og einu sinni bikarmeistaratitils. Hann var ráðinn aftur á miðju tímabili í fyrra þegar Logi Ólafsson var rekinn.
Sigurbjörn Hreiðarsson var svo ráðinn aðstoðarþjálfari hans eftir síðustu leiktíð. Þeir störfuðu saman hjá Val með stórgóðum árangri.
En hver tekur við FH - sem er sofandi risi í íslenskum fótbolta - á þessum tímapunkti?
Undirritaður ákvað að taka saman tíu þjálfara sem gætu verið á blaði hjá Fimleikafélaginu.
Arnar Grétarsson - Gert mjög flotta hluti með KA. Gæti heillað hann að koma aftur á höfuðborgarsvæðið.
Eiður Smári Guðjohnsen - Langlíklegasti kosturinn. Vann frábært starf með FH áður en hann gerðist aðstoðarlandsliðsþjálfari. Var vikið frá störfum hjá KSÍ undir lok síðasta árs vegna áfengisneyslu í landsliðsverkefni.
Heimir Hallgrímsson - Væri skrítið að hringja ekki allavega í fyrrum landsliðsþjálfarann og kanna stöðuna.
Sigurður Heiðar Höskuldsson - Ungur þjálfari sem hefur náð eftirtektarverðum árangri með Leikni í Breiðholti.
Athugasemdir