
Ísland og Slóvakía mætast á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í kvöld í undankeppni EM. Fótbolti.net kíkti á Ölver og tók stöðuna á Tólfunni, stuðningsmannasveit Íslands.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 2 Slóvakía
„Ef maður er ekki peppaður í þetta á leik klukkan 18:45 á laugardegi að þá er eitthvað að, þannig mér líst bara mjög vel á þennan leik og leiktíma og ég held að þetta að verði góður dagur," sagði Bjarki Dúd, fulltrúi Tólfunnar, fyrir leikinn gegn Slóvakíu í kvöld.
Það er langt síðan að það hefur skapast svona mikil stemning í þjóðfélaginu fyrir landsleikjaglugga og fólk er orðið spennt á nýjan leik að horfa á landsliðið. Stór ástæða fyrir því að er landsliðsþjálfarinn Age Hareide.
„Ég viðurkenni það, ég er alveg sammála því. Ég er búin að vera í Tólfunni síðan 2007 og það er búið að vera svakaleg spenna enda ákallið búið að vera svolítið eftir því líka."
Ísland og Slóvakía leika í kvöld á Laugardalsvelli á þjóðhátíðardaginn sjálfan og ekki er hægt að biðja um það betra.
„Það er ekki hægt að biðja um það betra, það er bara svoleiðis. Við erum með alla okkar helstu pósta í Tólfunni sem eru búnir að vera virkir hérna í nokkur ár þannig þetta verður geggjað stuð og ég get ekki beðið."
Athugasemdir