Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 17. júní 2023 17:13
Anton Freyr Jónsson
„Það er ekki hægt að biðja um það betra"
Icelandair
Tólfan mætir á völlinn í kvöld.
Tólfan mætir á völlinn í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ísland og Slóvakía mætast á Laugardalsvelli klukkan 18:45 í kvöld í undankeppni EM. Fótbolti.net kíkti á Ölver og tók stöðuna á Tólfunni, stuðningsmannasveit Íslands.


Lestu um leikinn: Ísland 1 -  2 Slóvakía

„Ef maður er ekki peppaður í þetta á leik klukkan 18:45 á laugardegi að þá er eitthvað að, þannig mér líst bara mjög vel á þennan leik og leiktíma og ég held að þetta að verði góður dagur," sagði Bjarki Dúd, fulltrúi Tólfunnar, fyrir leikinn gegn Slóvakíu í kvöld. 

Það er langt síðan að það hefur skapast svona mikil stemning í þjóðfélaginu fyrir landsleikjaglugga og fólk er orðið spennt á nýjan leik að horfa á landsliðið. Stór ástæða fyrir því að er landsliðsþjálfarinn Age Hareide.

„Ég viðurkenni það, ég er alveg sammála því. Ég er búin að vera í Tólfunni síðan 2007 og það er búið að vera svakaleg spenna enda ákallið búið að vera svolítið eftir því líka."

Ísland og Slóvakía leika í kvöld á Laugardalsvelli á þjóðhátíðardaginn sjálfan og ekki er hægt að biðja um það betra. 

„Það er ekki hægt að biðja um það betra, það er bara svoleiðis. Við erum með alla okkar helstu pósta í Tólfunni sem eru búnir að vera virkir hérna í nokkur ár þannig þetta verður geggjað stuð og ég get ekki beðið."
Athugasemdir
banner