Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mán 17. júní 2024 16:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Úkraínumenn áhyggjulausir: Við munum jafna okkur á þessu
Mynd: EPA

Úkraína tapaði í dag ansi illa gegn Rúmeníu á EM í Þýskalandi.


Úkraína komst á mótið eftir sigur á Íslandi í umspili en Rúmenía vann sinn riðil í undankeppninni. Þrátt fyrir það var Úkraína talið sigurstranglegri aðilinn.

Rúmenía vann hins vegar sannfærandi sigur en Serhiy Rebrov þjálfari úkraínska liðsins ræddi við BBC eftir leikinn.

„Því miður töpuðum við í dag. Við munum fara yfir leikinn og tala um hvað fór úrskeðis en þetta er ekki síðasti leikurinn. Við vorum undir í nokkrum þáttum leiksins og þess vegna töpuðum við," sagði Rebrov.

„Allir leikmennirnir átta sig á pressunni. Við byrjuðum leikinn vel, við gerðum nokkur mistök og við munum fara yfir það. Við erum með leikmeenn í hæsta gæðaflokki og verðum að sýna það. Það eru tveir leikir eftir og við munum jafna okkur á þessu."


Athugasemdir
banner
banner