Franski framhejrinn Olivier Giroud er genginn til liðs við AC Milan frá Chelsea. Kaupverðið er talið vera um 2 milljónir evra.
Giroud sendi öllum hjá Chelsea, stuðningsmönnum og starfsliði, kveðju í gær en það var staðfest rétt í þessu að hann væri genginn til liðs við AC Milan.
Hann skrifar undir tveggja ára samning við félagið.
Giroud kom til Chelsea árið 2018 frá Arsenal þar sem hann var í sex ár.
Hann vann þrjá titla með Chelsea, núna síðast Meistaradeildina í maí. Fikayo Tomori er þegar kominn til Milan frá Chelsea og þá hefur ítalska liðið áhuga á Hakim Ziyech og Tiemoue Bakayoko sem eru einnig á mála hjá Chelsea.
Athugasemdir