Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 17. júlí 2022 21:01
Brynjar Ingi Erluson
Sigurður Hrannar snýr aftur heim í ÍA (Staðfest)
Sigurður Hrannar (t.v.) er mættur aftur upp á Skaga
Sigurður Hrannar (t.v.) er mættur aftur upp á Skaga
Mynd: ÍA
Sigurður Hrannar Þorsteinsson er genginn til liðs við uppeldisfélag sitt, ÍA, eftir að hafa spilað með Gróttu síðustu tvö tímabil.

Sigurður Hrannar er fæddur árið 2000 og uppalinn í ÍA en hann lék fyrstu leiki sína í deild fyrir þremur árum.

Hann kom reglulega við sögu bæði árið 2019 og 2020 áður en hann var lánaður í Gróttu.

Sigurður lék 17 leiki í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð og fór alfarið til félagsins eftir tímabilið. Á þessari leiktíð hefur hann spilað 10 leiki og skorað 3 mörk í Lengjudeildinni en heldur nú heim upp á Skaga.

Leikmaðurinn hefur fengið félagaskipti yfir í ÍA og verður því með leikheimild fyrir næsta leik liðsins gegn Fram á mánudag.

Sigurður á 15 leiki í efstu deild fyrir ÍA og gert 1 mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner