Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 17. júlí 2024 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Modric áfram hjá Real Madrid (Staðfest)
Mynd: Real Madrid
Real Madrid tilkynnti í dag að félagið hefði náð samkomulagi við Luka Modric um að hann spili áfram með liðinu í eitt ár til viðbótar.

Samningur Króatans rann út fyrr í sumar en nú er hann samningsbundinn út júní á næsta ári.

Hjá Real hefur Modric unnið 26 titla; Meistaradeildina sex sinnum og spæsnku deildina fjórum sinnum ásamt smærri titlum.

Modric er sá leikmaður Real Madrid sem hefur unnið flesta titla í sögu félagsins.

Modric var valinn besti leikmaður heims 2018 þegar hann fékk Ballon d'Or verðlaunin eftirsóttu. Hann hefur spilað 534 leiki fyrir Real og skorað í þeim 39 mörk. Hann á þá að baki 178 landsleiki fyrir Króatíu.
Athugasemdir
banner
banner