Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. ágúst 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Úkraínski boltinn fer aftur af stað
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Úkraínska deildin mun hefjast aftur á næstunni þrátt fyrir innrás Rússlandshers í landið.


Það eru næstum því liðnir sex mánuðir síðan Rússland réðist inn í Úkraínu 22. febrúar og eru Úkraínumenn tilbúnir til að hefja fótboltatímabilið aftur þrátt fyrir stríðið.

„Mig verkjar í hjartað þegar ég hugsa til Kharkív. Æfingasvæðið okkar var sprengt upp, það er ekkert eftir af staðnum sem við spiluðum á," sagði Denys Sydorenko, markvörður Metalist Kharkiv.

Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, tilskipaði að fótboltinn yrði að hefjast aftur og gaf Andriy Pavelko, yfirmaður úkraínska knattspyrnusambandsins, svör til fréttamanna.

„Það er stórt skref fyrir landið að byrja aftur að spila fótbolta. Það eru sterk skilaboð til heimsins um að Úkraína getur og skal sigra. Þetta eru skilaboð til samfélagsins að við séum fullir sjálfstrausts þrátt fyrir innrásina," sagði Pavelko.

Félög sem léku í austurhluta Úkraínu hafa fært sig yfir í miðhluta landsins eða vesturhlutann og undirbúa sig fyrir nýtt tímabil.

Margir lykilmenn úr sterkum úkraínskum liðum hafa verið lánaðir burt eða seldir í sumar og er fjöldi leikmanna, aðallega útlendinga, sem neita að snúa aftur til landsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner