Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér að áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
Marc McAusland: Lífið er gott í ÍR
   mán 17. september 2018 20:20
Daníel Geir Moritz
Ian Jeffs: Við höfum ekki fengið víti í allt sumar
Ian Jeffs gefur lítið upp um sína framtíð hjá ÍBV
Ian Jeffs gefur lítið upp um sína framtíð hjá ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„5-1, það var bara sanngjarnt,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV eftir 5-1 sigur sinna kvenna gegn HK/Víkingi. „Við spiluðum virkilega góðan fyrri hálfleik og seinni hálfleikurinn er oft þannig að þegar þú ert kominn yfir með fjórum mörkum, eða rúlla þeim upp í fyrri hálfleik, þá er svolítið erfitt að fara út í seinni hálfleik og gera nákvæmlega það sama. Við áttum fínan seinni hálfleik, þrátt fyrir þetta mark sem við fáum á okkur, og ég er bara ánægður með mínar stelpur.“

Lestu um leikinn: ÍBV 5 -  1 HK/Víkingur

Cloé Lacasse var maður leiksins og skoraði þrennu og var Jeffs ánægður með hana. Hún var líka svona á móti Grindavík þó að hún hafi ekki náð að skora en í dag nýtti hún færin sín vel og skoraði fjögur mörk.“

ÍBV skoraði umdeilt mark undir lok fyrri hálfleiks eftir að leikmaður HK/Víkings fékk höfuðáverka. „Ég held að það sé rosalega erfitt að dæma svona atriði. Ef hann stoppar leikinn, eins og gert er vanalega út af höfuðmeiðslum, þá er ÍBV bekkurinn brjálaður yfir því að boltinn sé kominn inn í vítateig og við eigum möguleika á að skora.“ Fréttamaður benti þá á að boltinn hafi farið út úr teignum og svo inn í pakkann aftur og að dómari hafi haft tækifæri til að stoppa leikinn. „Veistu það, hversu mikið hefur farið gegn okkur í sumar? Mér er alveg sama. Þetta datt okkar megin í dag. Það er ekki mikið sem hefur dottið með okkur í sumar. Ekki enn búin að fá vítaspyrnu í sumar og ég veit ekki hversu oft er búið að brjóta á okkar leikmönnum inni í vítateig, síðast á móti Grindavík, tveimur metrum innan vítateigs og dæmd aukaspyrna, þannig að mér er alveg sama,“ sagði Jeffs.

Tímabilið hefur verið svolítil vonbrigði hjá ÍBV. Liðið ekki blandað sér í toppbaráttu og varði ekki bikarmeistaratitilinn. Þegar hann var spurður hvort hann yrði áfram með liðið sagði Jeffs: „Ég bara veit það ekki. Ég ætla bara að klára síðasta leikinn, á móti Selfossi, og við viljum klára mótið vel. Ég mun sjá til eftir það. Ég get ekki svarað því.“ Jeffs hefur oft og tíðum verið orðaður við karlalið ÍBV en hló þegar hann var spurður hvort hann hafi spáð í þjálfarastöðu karlaliðs ÍBV. „Nei. Ég get ekki svarað meira en þetta. Kristján er búinn að gera frábært starf með karlaliðið, og Jón og Andri, en ég er ekki að horfa neitt á það. Ég er bara að klára mitt verkefni með kvennaliðið og ég mun setjast niður með mínu fólki eftir þetta og við sjáum hvað gerist,“ sagði Ian Jeffs að lokum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner