Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 17. september 2020 19:53
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Fólkið hérna í stúkunni hjálpaði okkur
Lengjudeildin
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Það vantaði aðeins neistann hjá okkur framan af leik. En að sama skapi voru Framarar svo sem ekkert að nýta sér það. En dálítið rothögg að fá á sig svona víti og erfitt að segja eitthvað á móti þessu en svo komu menn ferskir inn og við náum aðeins að kveikja upp í þessu.“
Sagði Eysteinn Húni Hauksson annar þjálfari Keflavíkur um sitt mat á leiknum eftir 1-1 jafntefl Keflavíkur og Fram í toppslag Lengjudeildarinnar fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Fram

Þrátt fyrir erfiðleika eftir mark Fram hélt Keflavík áfram sem skilaði jöfnunarmarki og mikilvægu stigi í hús.

„Strákarnir fá hrós fyrir það. En fyrsti klukkutíminn af leiknum finnst mér vera glatað tækifæri. Við eigum að spila allt öðruvísi og eigum að hafa meiri neista og spila af meiri áræðni og krafti og ég auglýsi eftir því í næsta leik. “
Sagði Eysteinn og hélt síðan áfram um mikilvægi áhorfenda Keflavíkur sem fylgdust með leiknum úr stúkunni.
„Ég held að fólkið hérna í stúkunni hafi hjálpað okkur aðeins. og komið okkur aðeins í gang. Fólkið í stúkunni má ekki gleyma því að þau eru algjör lykill á svona stundum þegar neistinn er ekki alveg til staðar að kveikja upp í liðinu og ég verð að minnast á það að ég er mjög ánægður með fólkið og það á þátt í því að liðið náði neistanum aðeins upp. “

Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir um klukkustundarleik. Vissi Eysteinn hvernig staðan á honum væri skömmu eftir leik?

„Nei ég veit það ekki og sama með Andra sem við misstum líka út af og það leit ekki vel út heldur. En það er bara eins og alltaf að nú verða aðrir að stíga upp.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner