Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   fim 17. september 2020 19:53
Sverrir Örn Einarsson
Eysteinn: Fólkið hérna í stúkunni hjálpaði okkur
Lengjudeildin
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Eysteinn Húni Hauksson þjálfari Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
„Það vantaði aðeins neistann hjá okkur framan af leik. En að sama skapi voru Framarar svo sem ekkert að nýta sér það. En dálítið rothögg að fá á sig svona víti og erfitt að segja eitthvað á móti þessu en svo komu menn ferskir inn og við náum aðeins að kveikja upp í þessu.“
Sagði Eysteinn Húni Hauksson annar þjálfari Keflavíkur um sitt mat á leiknum eftir 1-1 jafntefl Keflavíkur og Fram í toppslag Lengjudeildarinnar fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  1 Fram

Þrátt fyrir erfiðleika eftir mark Fram hélt Keflavík áfram sem skilaði jöfnunarmarki og mikilvægu stigi í hús.

„Strákarnir fá hrós fyrir það. En fyrsti klukkutíminn af leiknum finnst mér vera glatað tækifæri. Við eigum að spila allt öðruvísi og eigum að hafa meiri neista og spila af meiri áræðni og krafti og ég auglýsi eftir því í næsta leik. “
Sagði Eysteinn og hélt síðan áfram um mikilvægi áhorfenda Keflavíkur sem fylgdust með leiknum úr stúkunni.
„Ég held að fólkið hérna í stúkunni hafi hjálpað okkur aðeins. og komið okkur aðeins í gang. Fólkið í stúkunni má ekki gleyma því að þau eru algjör lykill á svona stundum þegar neistinn er ekki alveg til staðar að kveikja upp í liðinu og ég verð að minnast á það að ég er mjög ánægður með fólkið og það á þátt í því að liðið náði neistanum aðeins upp. “

Sindri Kristinn Ólafsson markvörður Keflavíkur þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla eftir um klukkustundarleik. Vissi Eysteinn hvernig staðan á honum væri skömmu eftir leik?

„Nei ég veit það ekki og sama með Andra sem við misstum líka út af og það leit ekki vel út heldur. En það er bara eins og alltaf að nú verða aðrir að stíga upp.“

Allt viðtalið má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner