Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   fös 17. september 2021 20:43
Victor Pálsson
Ítalía: Annar sigur Torino í röð
Mynd: EPA
Sassuolo 0 - 1 Torino
0-1 Marko Pjaca ('83 )

Torino vann sinn annan leik í Serie A í röð í kvöld er liðið mætti Sassuolo á útivelli í fjórðu umferð deildarinnar.

Torino vann lið Salernitana 4-2 í seinustu umferð og hélt áfram á sigurbraut á útivelli í kvöld.

Marko Pjaca gerði eina mark leiksins fyrir Torino undir lokin eða þegar sjö mínútur voru eftir.

Þetta var annað tap Sassuolo í röð en liðið lá 2-1 gegn Roma í leiknum á undan.
Athugasemdir