lau 17. september 2022 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Noregur: Valdimar Þór með tvennu í mikilvægum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valdimar Þór Ingimundarson skoraði bæði mörkin í mikilvægum sigri Sogndal gegn Ranheim í umspilsbaráttu norsku B-deildarinnar.


Sogndal vann leikinn 2-0 og auk Valdimars Þórs voru Hörður Ingi Gunnarsson og Jónatan Ingi Jónsson í byrjunarliðinu.

Sogndal er fjórum stigum frá Ranheim í umspilssæti eftir þennan sigur en það eru ekki nema sex umferðir eftir af tímabilinu.

Arnar Þór Guðjónsson lék þá allan leikinn í vörn Raufoss í tapi gegn Start. Bjarni Mark Antonsson byrjaði á bekknum hjá Start og fékk að spila síðasta korterið.

Start er í góðri stöðu í toppbaráttunni, tveimur stigum frá öðru sætinu. Raufoss er sex stigum frá umspilssæti eftir tapið.

Sogndal 2 - 0 Ranheim
1-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('41)
2-0 Valdimar Þór Ingimundarson ('77)

Raufoss 1 - 2 Start
0-1 A. Sanyang ('50)
0-2 J. Holtan ('73)
1-2 T. Flem ('76)

Þá voru nokkur Íslendingalið sem spiluðu í neðri deildunum. Nardo vann gegn Melhus og er í þriðja sæti í D-deildinni en á ekki möguleika á toppsætinu.

Skjetten og Volda TI töpuðu sínum leikjum en þau eru ekki langt frá því að tryggja sæti sín í deildinni. Skjetten siglir lygnan sjó á meðan Volda TI er sex stigum frá fallsæti með 21 stig eftir 21 umferð.

Nardo 2 - 0 Melhus

Skjervoy 4 - 3 Skjetten

Forde 3 - 0 Volda TI


Athugasemdir
banner
banner
banner