Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   þri 17. september 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ólíklegt að Liverpool reyni við Bade
Mynd: Getty Images
Talið er ólíklegt að enska félagið Liverpool reyni við franska varnarmanninn Loic Bade, sem er á mála hjá Sevilla á Spáni, en þetta segir ítalski blaðamaðurinn Matteo Moretto.

Á dögunum var greint frá því að Liverpool ætlaði sér að fá Bade til að taka við keflinu af Virgil van Dijk.

Van Dijk, sem er 33 ára gamall, verður samningslaus á næsta ári, en samkvæmt ensku miðlunum stendur til að bjóða honum nýjan samning.

Ef það gengur ekki eftir mun Liverpool þurfa að sækja varnarmann í stað hans og hefur hinn 24 ára gamli Bade verið sterklega orðaður við félagið.

Moretto telur þó ólíklegt að Liverpool reyni við Bade á þessum tímapunkti.

Bade hefur ekki enn spilað A-landsleik með Frökkum en hann var hins vegar í Ólympíuliðinu sem fékk silfur á leikunum í París í síðasta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner