Rodri, miðjumaður Manchester City og spænska landsliðsins, segir að leikmenn séu nálægt því að fara í verkfall til að mótmæla auknu leikjaálagi.
Búið er að fjölga leikjum í Meistaradeildinni og þá hefur HM félagsliða verið stækkað upp í 32 lið.
Búið er að fjölga leikjum í Meistaradeildinni og þá hefur HM félagsliða verið stækkað upp í 32 lið.
„Við erum að færast nær verfallsaðgerðum. Þegar maður ræðir þessi mál við aðra leikmenn eru þeir allir á sama máli. Ef þetta heldur svona áfram þá komum við að þolmörkum," segir Rodri.
Manchester City lék aðeins tvo leiki til að vinna HM félagsliða í desember en næsta sumar þyrfti það að leika þrjá leiki í riðlakeppni og fjóra útsláttarleiki til að komast alla leið.
Athugasemdir