Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 17. október 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Ronaldinho: Vinicius verður einn sá besti í heimi
Fyrrum brasilíski landsliðsmaðurinn Ronaldinho telur að landi sinn Vinicius Junior muni nái í fremstu röð í framtíðinni.

Hinn 19 ára gamli Vinicius kom inn í lið Real Madrid á síðasta tímabili en í byrjun á nýju tímabili hefur hann ekki fengið að spila mikið.

Ronaldinho telur að Vinicius verði á endanum einn besti leikmaður í heimi.

„Hann er nú þegar hjá einu af bestu félögum í heimi," sagði Ronaldinho.

„Ég held að hann verði fljótlega þarna á meðal þeirra bestu."
Athugasemdir
banner