Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 17. nóvember 2019 21:42
Fótbolti.net
Einkunnir Íslands: Birkir bestur
Icelandair
Birkir Bjarnason skoraði fyrta markið og er maður leiksins.
Birkir Bjarnason skoraði fyrta markið og er maður leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi skoraði sigurmarkið en klikkaði síðan á vítapunktinum.
Gylfi skoraði sigurmarkið en klikkaði síðan á vítapunktinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland vann Moldóvu 2-1 á útivelli í kvöld í síðasta leik riðilsins í undankeppni EM. Hér má sjá einkunnagjöf Fótbolta.net.



Hannes Þór Halldórsson 6
Hefur oft haft meira að gera. Öruggur í fyrirgjöfum.

Guðlaugur Victor Pálsson 6
Er að eigna sér hægri bakvarðarstöðuna til framtíðar.

Sverrir Ingi Ingason 5
Hefði mátt standa betur í teignum þegar fyrirgjöfin kom inn á teiginn í marki Moldóva.

Ragnar Sigurðsson 6
Ágætis leikur hjá harðjaxlinum í vörninni.

Ari Freyr Skúlason 7
Sprækur og reyndi að taka þátt í sóknarleiknum.

Arnór Sigurðsson 7
Fiskaði víti og átti þátt í sigurmarkinu. Fín frammistaða hjá Skagamanninum.

Gylfi Þór Siguðsson 7
Skoraði sigurmarkið en klikkaði síðan á vítapunktinum.

Birkir Bjarnason 8 - Maður leiksins ('87)
Skoraði glæsilegt mark og var óheppinn í tvígang að bæta ekki öðru við.

Mikael Neville Anderson 8 ('55)
Frábær frammistaða í fyrsta byrjunarliðsleik. Lagði upp fyrsta markið og fór illa með Moldóva áður en hann var tæklaður út úr leiknum.

Kolbeinn Sigþórsson 6 ('29)
Meiddist illa snemma leiks. Vonandi ekki alvarlegt.

Jón Daði Bövðarsson 7
Var duglegur að fá boltann og skapa usla.

Varamenn:

Viðar Örn Kjartansson 6 ('29)
Átti fyrirgjöfina í sigurmarkinu en náði ekki sjálfur að komast í færi.

Samúel Kári Friðjónsson 6 ('55)
Ágætis innkoma inn á miðjuna.

Hörður Björgvin Magnússon ('87)
Spilaði of stutt til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner