Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 17. nóvember 2020 10:14
Magnús Már Einarsson
Rashford stofnar bókaklúbb - Vill að börn og unglingar lesi meira
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, framherji Manchester United, hefur stofnað bókaklúbb til að hvetja börn og unglinga til lesturs.

Sérstök áhersla verður að koma bókum til þeirra sem minna mega sín.

Rashford las sjálfur lítið í æsku þar sem fjölskylda hans hafði ekki efni á að kaupa bækur.

Með bókaklúbbnum á að hvetja börn og unglinga til að lesa en Rashford mun í samstarfi við samtökin einnig gefa út bók næsta vor sem börn 11-16 ára fá gefins. Síðar verða gefnar út bækur fyrir yngri aldurshópa.

Rashford hefur vakið mikla athygli í samfélagsmálum á Englandi á þessu ári en hann barðist fyrir fríum skólamáltíðum fyrir börn fyrr á árinu.

Athugasemdir
banner
banner
banner