Mundo Deportivo stóð fyrir könnun meðal stuðningsmanna Barcelona þar sem bakvörðurinn Hector Bellerín var valinn verstu sumarkaup félagsins.
Bellerín rifti við Arsenal á liðnu sumri og gerði eins árs samning við Barcelona, sitt uppeldisfélag. En heimkoman hefur ekki gengið að óskaum,
Bellerín rifti við Arsenal á liðnu sumri og gerði eins árs samning við Barcelona, sitt uppeldisfélag. En heimkoman hefur ekki gengið að óskaum,
Bellerín hefur bara spilað fimm leiki á fyrri hluta tímabilsins og hafa þrír þeirra verið sem byrjunarliðsmaður. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn.
Það kemur ekki á óvart að Robert Lewandowski var valinn bestu sumarkaupin en hann hefur skorað 18 mörk í 19 fyrstu leikjum sínum fyrir félagið. Jules Kounde sem kom frá Sevilla skorar líka hátt.
Fílabeinsstrendingurinn Franck Kessie er á hinum endanum ásamt Bellerín. Bellerín hefur ekki spilað landsleik fyrir Spán í rúmlega tvö ár og er ekki í HM hópnum.
Athugasemdir