Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 17. nóvember 2022 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Eins og tíminn hafi stöðvast: Engin þróun hjá Man Utd
Mynd: EPA

Cristiano Ronaldo gekk aftur til liðs við Manchester United í fyrrasumar - 12 árum eftir félagsskipti sín frá Rauðu djöflunum til Real Madrid sumarið 2009.


Þegar hann mætti aftur til Manchester var hann furðu lostinn að sjá að ekkert hafði breyst hjá félaginu þrátt fyrir að rúmur áratugur hafi liðið síðan hann var síðast á svæðinu.

„Þegar ég skrifaði undir hjá Manchester United hélt ég að allt yrði öðruvísi. Hlutir eins og tæknin, æfingasvæðið og allt en ég var hissa þegar ég mætti á svæðið. Allt var ennþá nákvæmlega eins og þegar ég yfirgaf félagið. Það er eins og tíminn hafi stöðvast og þetta kom mér gríðarlega á óvart, á neikvæðan hátt," sagði Ronaldo.

„Það hafði augljóslega ekki orðið nein framför hjá United en ég gat borið það saman við æfingasvæðin hjá Real Madrid og jafnvel Juventus sem eru stöðugt að leita nýrra leiða til að bæta sig. Það er ótrúlegur munur á tækninni sérstaklega þegar kemur að þjálfunaraðferðum, næringarvísindum og heildaraðstæðum.

 „Eins og staðan er í dag er Man Utd eftirá að mínu mati og það kemur mér á óvart. Félag af þessari stærðargráðu ætti að vera eitt af þremur þróuðustu félögum heims en það er ekki staðreyndin. Því miður er félagið ekki á sama stigi og önnur félög en vonandi geta þeir bætt æfingasvæðið sitt á næstu árum til að verða samkeppnishæfari.

„Ég veit ekki hvað er í gangi en ég hef ekki séð neina þróun hjá Man Utd síðan Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið. Núll."

Ronaldo er enn samningsbundinn Man Utd á ofurlaunum en hefur líklega spilað sinn síðasta leik fyrir félagið miðað við þetta viðtal sem hann gaf.

Sjá einnig:
Ronaldo: Ungu leikmennirnir hlusta ekki á mig
Ronaldo var næstum farinn til Man City í fyrrasumar


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner