Liverpool og Juventus eru á meðal félaga sem eru að fylgjast með stöðu mála hjá enska landsliðsmanninum Mason Mount vegna óvissu með samningamál hans.
Þetta kemur fram hjá Guardian sem er mjög virtur miðill á Bretlandseyjum.
Þetta kemur fram hjá Guardian sem er mjög virtur miðill á Bretlandseyjum.
Samningur Mount við Chelsea rennur út eftir 18 mánuði og félög eru farin að kanna stöðuna á honum.
Chelsea vonast til þess að framlengja við hann en það verður rætt betur eftir HM. Mount leikur með enska landsliðinu á mótinu í Katar og mun einbeita sér alfarið að því.
Hinn 23 ára gamli Mount er einn af launalægstu leikmönnum Chelsea þessa stundina og hann vill fá miklu betri samning ef hann á að skrifa undir. Fyrstu tilboðunum hefur verið hafnað og þau verið vel undir því sem hann er að biðja um.
Það hefur þó verið talað um að á síðustu vikum sé Mount að færast nær nýjum samningi en ekkert er ljóst enn sem komið er.
Sjá einnig:
Mount færist nær nýjum samningi - Sporting hefur ekki rætt Ronaldo
Athugasemdir