Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fim 17. desember 2020 23:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu Solskjær og Wilder hnakkrífast - „Fáum okkur drykk saman á eftir"
Hvorugur vildi gefa eftir.
Hvorugur vildi gefa eftir.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær og Chris Wilder hnakkrifust undir lok leiks Sheffield og Manchester United. Uppákoman átti sér stað á 94. mínútu eftir að Ethan Ampadu, leikmaður Sheffield, braut af sér. Myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.

„Ég er ekki á móti sanngjarnari tæklingu en ef þú kemur nokkrum sekúndum of seint inn í minn mann [þá er ég ekki jafn sáttur] og nokkrar komu rétt fyrir framan mig," sagði Solskjær eftir leik. Solskjær vildi þó ekki gera of mikið úr atvikinu.

Wilder var ósáttur við ákvörðun dómarans að gefa brot og Solskjær var alls ekki hrifinn af viðbrögðum Wilder.

„Ég gekk kannski aðeins of langt með orðum mínum og ég hef beðist afsökunar. Við fáum okkur drykk saman á eftir."


Athugasemdir
banner
banner
banner