Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 18. janúar 2021 21:23
Brynjar Ingi Erluson
Juventus vill fá landsliðsmann Úsbekistan
Eldor Shomurodov í leik með Genoa
Eldor Shomurodov í leik með Genoa
Mynd: Getty Images
Ítalska félagið Juventus er í viðræðum við Genoa um kaup á Eldor Shomurodov en CalcioMercato greinir frá þessu í kvöld.

Shomurodov er 25 ára gamall landsliðsmaður Úsbekistan en hann kom til Genoa frá Rostov í október á síðasta ári.

Hann hefur aðeins skorað tvö mörk og lagt upp eitt fyrir Genoa í Seríu A á þessari leiktíð en þrátt fyrir markaleysi hefur hann samt reynst liðinu vel.

Shomurodov var einn besti leikmaður rússnesku deildarinnar er hann var á mála hjá Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson, Ragnar Sigurðsson, Sverrir Ingi Ingason og Viðar Örn Kjartansson spiluðu allir með honum.

Juventus er í leit að fjórða framherja í janúar og hentar leikmaðurinn vel inn í hugmyndafræði félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner