Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. janúar 2022 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Afríkukeppnin í dag - Spenna í lokaumferð B og C riðils
Sadio Mane spilar fyrir Senegal og Naby Keita spilar fyrir Gíneu
Sadio Mane spilar fyrir Senegal og Naby Keita spilar fyrir Gíneu
Mynd: EPA
Lokaumferðin í B og C riðli Afríkukeppninnar fer fram í dag.

Í B riðli mætast Simbabve og Gínea annarsvegar og Malaví og Senegal hinsvegar. Simbabve þarf að vinna Gíneu til að eiga einhvern möguleika á að komast áfram úr þriðja sætinu. Liðið er með 0 stig á botninum.

Senegal og Gínea eru hinsvegar í bílstjóra sætinu með 4 stig í tveimur efstu sætunum. Malaví með 3 stig í 3. sæti.

Í C riðli mætast Aubameyang lausir Gabon og Marokkó í öðrum leiknum og í hinum leiknum mætast Ghana og Commores.

Marokkó hefur þegar tryggt sér annað af tveimur efstu sætunum og dugir jafntefli í loka leiknum til að vinna riðilinn. Með sigri vinnur Gabon hinsvegar riðilinn.

Gana og Commores þurfa á sigri að halda til að eiga einhverja möguleika á að komast áfram í sextán liða úrslitin.

AFRICA NATIONS CUP: Group C
19:00 Gabon - Marokkó
19:00 Ghana - Commores

AFRICA NATIONS CUP: Group B
16:00 Zimbabwe - Guinea
16:00 Malawi - Senegal
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner