Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 18. janúar 2022 20:41
Brynjar Ingi Erluson
Gerrard hringdi í Suarez - Tilboð á borðinu
Luis Suarez til Aston Villa?
Luis Suarez til Aston Villa?
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez er með tilboð á borðinu frá Aston Villa en spænski blaðamaðurinn Gerard Romero skýrði frá þessu á Twitch.

Suarez er 34 ára gamall og verður samningslaus í sumar en það er ólíklegt að hann verði áfram hjá Atlético Madríd.

Framherjinn er óánægður í herbúðum Atlético og er orðinn þreyttur á argentínska þjálfaranum Diego Simeone en sást greinilega er honum var skipt af velli í tapinu gegn Sevilla á dögunum.

„Það er alltaf sama sagan, helvítis hálfvitinn þinn," sagði Suarez er hann gekk af velli.

Suarez er með níu mörk í 27 leikjum á þessari leiktíð en hann varð spænskur meistari með Atlético á síðasta tímabili.

Spænski blaðamaðurinn Gerard Romero sagði á streymi sínu á Twitch að nú væri Suarez með tilboð á borðinu frá Aston Villa.

Steven Gerrard, stjóri Villa, og Suarez spiluðu saman hjá Liverpool og er mikil virðing á milli þeirra. Romero segir að Gerrard hafi hringt í Suarez og sagt honum frá hugmyndum sínum.

Suarez hefur ekki tekið neina ákvörðun um framtíðina en Gerrard virðist vera að byggja ansi sterkt lið í Birmingham-borg. Hann fékk Philippe Coutinho á láni frá Barcelona á dögunum og þá gekk Lucas Digne til liðs við félagið frá Everton fyrir 25 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner