banner
   þri 18. janúar 2022 23:02
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: Topplið B-deildarinnar sló Dortmund úr leik
Erling Braut Haaland var vonsvikinn eins og sjá má á þessari mynd
Erling Braut Haaland var vonsvikinn eins og sjá má á þessari mynd
Mynd: EPA
Þýska B-deildarliðið St. Pauli er komið í 8-liða úrslit bikarsins eftir 2-1 sigur á stórliði Borussia Dortmund. Köln og Mainz eru einnig úr leik.

St. Pauli er á toppnum í þýsku B-deildinni og er að gera heiðarlega tilraun á að koma sér upp í deild þeirra bestu en gott gengi liðsins á þessu tímabili hefur smitast í bikarævintýri þeirra.

Dortmund lenti undir strax á 4. mínútu með marki frá Etienne Amenyido áður en Axel Witsel varð fyrir því óláni að skora í eigið net undir lok fyrri hálfleiksins.

Erling Braut Haaland minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu en það var ekki nóg til að komast í 8-liða úrslitin. Dortmund úr leik í bikarnum þetta árið.

Anthony Modeste jafnaði fyrir Köln í uppbótartíma framlengingar gegn HSV Hamburger og tryggði liðið í vítaspyrnukeppni en HSV sýndi stáltaugar sínar þar og hafði sigur, 5-4. Mainz tapaði þá fyrir nýliðum Bochum, 3-1.

Úrslit og markaskorarar:

Koln 4 - 5 Hamburger
0-1 Robert Glatzel ('92 )
1-1 Anthony Modeste ('120 )

1860 Munchen 0 - 1 Karlsruher
0-1 Marvin Wanitzek ('69 , víti)

Bochum 3 - 1 Mainz
0-1 Karim Onisiwo ('36 )
1-1 Milos Pantovic ('56 , víti)
2-1 Milos Pantovic ('59 )
3-1 Eduard Lowen ('80 )

St. Pauli 2 - 1 Borussia D.
1-0 Etienne Amenyido ('4 )
1-1 Axel Witsel ('40 , sjálfsmark)
1-2 Erling Haland ('58 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner