Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   lau 18. janúar 2025 12:37
Brynjar Ingi Erluson
Útlit fyrir að Nuno Mendes verði áfram hjá PSG
Mynd: EPA
Portúgalski vinstri bakvörðurinn Nuno Mendes mun að öllum líkindum halda kyrru fyrir hjá franska félaginu Paris Saint-Germain en þetta segir franski miðillinn L'Equipe í dag.

Mendes er talinn einn af bestu vinstri bakvörðum heims og er áhuginn mikill á honum.

Hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester United síðustu daga en Mendes lék eitt tímabil undir stjórn Ruben Amorim hjá Sporting áður en hann fór til PSG.

L'Equipe segir hins vegar nánast útilokað að Mendes fari frá PSG. Hann hefur átt í viðræðum við PSG um nýjan samning og er nú útlit fyrir að hann verði áfram í höfuðborg Frakklands.

Miðillinn segir að Mendes sé við það að ná samkomulagi um framlengingu á samningnum.

Mendes er 22 ára gamall og á 33 A-landsleiki fyrir Portúgal
Athugasemdir
banner
banner