Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 18. febrúar 2020 08:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Af hverju var ekki dæmt rautt á Maguire?
Mynd: Getty Images
Margir spyrja sig að því af hverju Harry Maguire fékk ekki að líta rautt spjald í gær þegar Manchester United og Chelsea mættust á Stamford Bridge.

Maguire fór með aðra löppina ansi hátt þegar hann lá í grasinu og virtist stimpla Michy Batshuayi í miðsvæðið.

Úrvalsdeildin segir að VAR dómarar skoðuðu dóminn en fannst verk Maguire ekki gert með vilja til að meiða Batshuayi.

Son Heung-min fékk að líta rautt spjald fyrir svipað atvik gegn Chelsea fyrr á leiktíðinni og þá var Anthony Taylor einnig dómari leiksins.

Bæði þessi atvik eru dæmd sem matsatriði og í þetta skiptið mat Chris Kavanagh, VAR dómari leiksins í gær, að þetta væri ekki rautt spjald.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner