Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 18. febrúar 2020 12:36
Elvar Geir Magnússon
Clattenburg: Maguire átti ekki að vera inni á vellinum
Átti Maguire að fá rautt?
Átti Maguire að fá rautt?
Mynd: Getty Images
Harry Maguire skoraði annað mark Manchester United í 2-0 sigrinum gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Á þeim tímapunkti hefði hann ekki átt að vera inni á vellinum, segir Mark Clattenburg.

Clattenburg, sem var fremsti dómari Englendinga, segir að Maguire hefði átt að fá rautt spjald fyrir að sparka til Michy Batshuayi.

„Í endursýningum sást að varnarmaðurinn kom með hreyfingu í átt að Batshuayi sem hann hefði getað sleppt. Hann traðkaði í nára Batshuay og hefði átt að fá rautt spjald," segir Clattenburg.

Anthony Taylor dæmdi leikinn en hann var líka með flautuna fyrr á leiktíðinni þegar Son Heung-min, leikmaður Tottenham, fékk rautt fyrir líkt atvik gegn Chelsea.

„Taylor sá ekki hreyfinguna frá Maguire en ef hann hefði farið sjálfur í VAR skjáinn er ég viss um að hann hefði gefið honum rautt," segir Clattenburg.

Rautt eða ekki rautt á Maguire? Málið var rætt í Evrópu-Innkastinu þar sem menn voru ekki sammála.
Innkastið - VAR fellur með Man Utd og Arsenal fer með himinskautum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner