Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 18. febrúar 2020 13:37
Elvar Geir Magnússon
Mourinho býst ekki við því að Son spili meira á tímabilinu: Munum sakna hans
Son Heung-min.
Son Heung-min.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Tottenham, reiknar ekki með því að Son Heung-min muni spila meira á tímabilinu en hann handarbrotnaði í 3-2 sigri Tottenham gegn Aston Villa.

Þessi 27 ára landsliðsmaður Suður-Kóreu meiddist í upphafi leiks í 3-2 sigri gegn Aston Villa á sunnudag en kláraði leikinn og skoraði tvö mörk, meðal annars sigurmarkið í uppbótartíma.

„Ég geri ekki ráð fyrir því að hann spili aftur á tímabilinu. Við munum sakna hans," segir Mourinho.

Son hefur skorað í síðustu fimm leikjum fyrir Tottenham.

Tottenham er þegar án sóknarmannsins Harry Kane og Mourinho hefur ekki marga kosti soknarlega. Hann þarf á stóla á Lucas Moura, Hollendinginn Steven Bergwijn sem kom í janúar og hinn 18 ára Troy Parrott.

„Staðan gæti ekki verið verri. Það er ekkert sem við getum gert. Við þurfum að spila á þeim leikmönnum sem eru heilir. Leikmenn eru farnir að gefa allt í þetta."

Tottenham er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og mætir RB Leipzig í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner