Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 18. febrúar 2020 10:38
Elvar Geir Magnússon
Simeone: Liverpool eitt besta lið sögunnar
Diego Simeone, stjóri Atletico Madrid, segist ekki vera í vafa um það að Liverpool verði minnst sem eitt það besta í sögunni. Liðið sé með öðruvísi einkenni en önnur frábær lið sögunnar.

Atletico mætir Liverpool í kvöld í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Við erum að fara að mæta mögnuðu og vel þjálfuðu liði, það er með þjálfara sem er öðruvísi og með sérstök einkenni," segir Simeone.

„Það er alltaf umræða um frábær lið og ég er ekki í vafa um að sagan muni skrifa þetta Liverpool lið sem eitt það besta. Það er öðruvísi en þau sem hafa áður fengið lof."

„Þetta lið er með miklu meiri ákefð, meiri aðlögunarhæfni og ég sem andstæðingur heillast af því."

Altetico hefur ekki verið á góðu skriði í spænsku deildinni og er aðeins með einn sigur í síðustu fimm leikum.

„Gagnrýni er nauðsynleg og hún hjálpar okkur að bæta okkur. Við eigum fyrri leikinn gegn Liverpool á heimavelli og ég finn fyrir bjartsýni og þrá í leikmannahópnum," segir Simeone.
Athugasemdir
banner