Arne Slot, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag en framundan er útileikur gegn Aston Villa. Sá leikur fer fram annað kvöld.
Um er að ræða leik sem er flýtt vegna þátttöku Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins.
Um er að ræða leik sem er flýtt vegna þátttöku Liverpool í úrslitaleik enska deildabikarsins.
Hollenski stjórinn sagði frá því að Joe Gomez, varnarmaður Liverpool, yrði frá næstu vikurnar vegna meiðsla á læri.
„Þetta er mikið högg fyrir Joe og okkur. Hann er að reyna allt til að vera með liðinu. Hann lagði mikið á sig og svo þegar hann kom til baka þá meiddist hann eftir örfáar mínútur. Hann mun missa af stórum hluta af lokakaflanum á tímabiliu, við vonumst til að fá hann heilan fyrir endasprettinn. Hann gæti þurft að fara í aðgerð, við þurfum að meta það," sagði Slot sem staðfesti að Cody Gakpo yrði ekki heldur með í leiknum á morgun.
Gomez meiddist í lok desember og sneri svo til baka í bikarleiknum gegn Plymouth en entist bara í 11 mínútur.
Liverpool er með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar.
Athugasemdir