Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. mars 2020 13:00
Magnús Már Einarsson
Whittingham á sjúkrahúsi eftir slys á bar
Peter Whittingham.
Peter Whittingham.
Mynd: Getty Images
Peter Whittingham, fyrrum leikmaður Cardiff og Aston Villa, hefur verið á sjúkrahúsi síðan 7. mars síðastliðinn vegna höfuðmeiðsla. Whittingham var staddur á bar þegar hann datt illa á höfuðið.

Í gærkvöldi fóru af stað sögusagnir á Twitter um að Whittingham væri látinn en lögregla sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem blásið var á þessar fréttir. Whittingham er hins vegar ennþá á sjúkrahúsi eftir slysið.

Hinn 35 ára gamli Whittingham spilaði með Aston Villa áður en hann fór til Cardiff árið 2007.

Hann skoraði 98 mörk í 459 leikjum hjá Cardiff og er í miklum metum hjá félaginu.

Whittingham var þekktur fyrir öflugan vinstri fót á fótboltaferli sínum en hann lagði skóna á hilluna árið 2018 eftir tímabil með Blackburn Rovers.
Athugasemdir
banner
banner
banner