fim 18. mars 2021 18:52
Victor Pálsson
Byrjunarlið AC Milan og Man Utd - Zlatan er á bekknum
Mynd: Getty Images
Það er stórleikur á dagskrá í Evrópudeildinni í kvöld en 16-liða úrslit keppninnar verða kláruð með fjórum leikjum.

AC Milan fær Manchester United í heimsókn á San Siro en þar er allt undir eftir spennandi fyrri leik.

Fyrri viðureigninni lauk með 1-1 jafntefli á Old Trafford og eiga bæði lið því ansi góðan möguleika á að fara áfram.

Zlatan Ibrahimovic, fyrrum leikmaður Man Utd, leikur með Milan í dag og byrjar hann þessa viðureign á varamannabekknum.

Zlatan missti af fyrri leiknum vegna meiðsla en gæti vel komið við sögu í leiknum í kvöld.

Hér má sjá byrjunarliðin.

AC Milan: Donnarumma; Kalulu, Kjaer, Tomori, Theo Hernandez; Meite, Kessie; Saelemaekers, Calhanoglu, Krunic; Castillejo.

Manchester United: Henderson; Wan-Bissaka, Lindelof, Maguire, Shaw; McTominay, Fred; James, Bruno Fernandes, Greenwood; Rashford.
Athugasemdir
banner
banner
banner