Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   lau 18. mars 2023 18:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Grétars: Ástæðan fyrir því að við erum ekki að fá á okkur mörk
Arnar Grétarsson
Arnar Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Heimisson skoraði sigurmarkið í dag.
Birkir Heimisson skoraði sigurmarkið í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Valur vann í dag 1-0 sigur á Víkingi í undanúrslitum Lengjubikarsins. Þegar þetta er skrifað er ljóst að Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, mun mæta sínum fyrrum lærisveinum í KA þegar úrslitaleikurinn fer fram þann 30. mars því KA lagði ÍBV í seinni undanúrslitaleiknum.

Rætt var við Arnar eftir sigurinn á Víkingsvelli í dag.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  1 Valur

„Mér fannst þetta góður leikur tveggja góðra liða. Víkingur var meira með boltann en mér fannst þeir ekki skapa mikið af færum. Við vorum þéttir og alltaf hættulegir þegar við erum fljótir að sækja fram. Þetta hefði alveg getað fallið þeirra megin en ég átti alveg eins von á þetta myndi fara bara í vító, leit þannig út, en fínt að fá þetta mark og alltaf gott að halda hreinu," sagði Arnar.

Valur hefur ekki fengið á sig mark í Lengjubikarnum hingað til.

„Mér finnst vera stígandi í þessu alveg frá byrjun og það er bara jákvætt, en við erum ekki að missa okkur eitt eða neitt. Við höfum alveg séð lið standa sig vel í þessari keppni og svo átt erfitt uppdráttar í Bestu deildinni. Við tökum bara eitt skref í einu, alltaf gaman að komast í úrslitaleik, við viljum vinna þessa keppni og svo tekur önnur keppni við."

„Það sem ég er ánægður að sjá er vinnusemin, um leið og við töpum bolta þá er sett pressa og reynt að vinna boltann til baka. Ef það gengur ekki þá koma menn sér aftur fyrir boltann. Þegar það er í lagi þá er alltaf erfitt að spila á móti slíkum liðum. Það er í raun ástæðan fyrir því að við erum ekki að fá á okkur mörk. Frá fremsta manni til afstasta, það eru allir að vinna og það er algjört lykilatriði ef þú ætlar að ná einhverjum árangri."


Framundan er æfingaferð hjá Val. „Þú vilt slípa hópinn saman, getur fengið að æfa við góðar aðstæður og menn að hvíla sig. Við erum líka saman, náum að þétta hópinn. Við hlökkum til að komast til Tenerife úr kuldanum, þar eru 25 gráður. Æðislegt að geta verið þar í tíu daga, komið svo heim og spilað úrslitaleikinn," sagði Arnar.

Viðtalið við Arnar er talsvert lengra. Hann er þar spurður út í leikmenn sem eru fjarverandi, Kristófer Jónsson og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner